Án þess að Depla Auga (Without Blinking an Eye)

Án þess að Depla Auga (Without Blinking an Eye)

Forgarður Helvítis

Mig langar til að verða hetja
að geta vaðið táradalina
án þess að ljósdepill sjáist í auga
Geta haldið salnum klökkum
án þess að bregða tóni
Mig langar til að geta fagnað
hverjum blóðvelli
án þess að leggja merkingu
í sársauka þeirra sem lifa missinn
Heldur vil ég finna guðina miklast
yfir verkum mínum
þar sem ég geng meðal þeirra nafnlausu
og gef
af tóminu

Án þess að Depla Auga (Without Blinking an Eye)

Comentarios

Deja tu comentario:

Artistas más populares

Top artistas del momento

Reportar letra